Nollur is a farm in the Eyafjord 30 kilometers north of Akureyri. it is only a short distance to the famous church of Laufas which means leaf hill in icelandic.
The name Nollur itself comes from the situation of the farm on a rock hill. These rocks are actually not visible from the street, but from the sea.
Have a look also at the nollur website.
Here the name explanation in Icelandic:
Örnefnið Nollur er þekkt sem nafn á þremur stöðum í Þingeyjarsýslu:
1) Bæjarnafn í Grýtubakkahreppur í S-Þing. Nafnið er ritað Gnollur (“af gnoll”) í Auðunarmáldögum 1318 (Íslenskt fornbréfasafn II:447).
2) Eyðikot við Mývatn, einnig Nollsel (Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók I:288). Hvorttveggja segir hann að sé í heiðinni nærri Gautlöndum.
3) Lítið klapparholt nokkurn spöl norður af Ytri-Vörðhól í landi Víkingavatns í Kelduhverfi (Örnefnaskrá).
Nafnið Nollur er líklega komið af orðinu hnollur (eldra knollr ‘fjallshnúkur’) ‘smáhæð, hóll’ (Ásgeir Bl. Magnússon, Íslensk orðsifjabók, 351), sbr. færeyska knolli ‘hnúskur, klettasnös’ (= kneysi), nýnorska knoll(e) ‘klettur, höfði, bjargsnös’, danska knold ‘hnúður, æxli á tré; smástrákur’og enska knoll ‘þúfa, hnjúkur’ (Ásgeir Bl. Magnússon, Íslensk orðsifjabók, 485). Nollur í Grýtubakkahreppi stendur á allháum klettakambi undir allbröttu fjalli örskammt frá sjó (Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985, 58).
Líklegt er að bæjarnafnið Nollarsstaðir í Fellum í N-Múl., skv. Fljótsdæla sögu (Íslensk fornrit XI:248), sé af sama uppruna. Nafnið er óþekkt nú, en á líklega við bæinn Hrafnsgerði (Hrappsgerði). Í örnefnaskrá í Örnefnastofnun sem Stefán Einarsson prófessor skráði eftir Hannesi Sigurðssyni (f. 1909), er nefndur Nollarshaugur, kringlótt hæð, yst á svonefndum Feta, en nú í túni nýbýlisins Teigabóls. Í Fljótsdæla sögu er maður sá sem bjó á Nollarsstöðum nefndur Nollar, en líklega er hann tilbúningur söguhöfundar. Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað nefnir Nollarshaug í ritgerð sinni, Örnefni frá Jökulsá í Axarfirði austan að Skeiðará, og segir að hann sé “dys, ekki mikil ... og sér garðs merki umhverfis” (Safn til sögu Íslands II:486 (1886)). Helgi Hallgrímsson hefur skrifað um Nollarshaug í greininni Fornhaugar og féstaðir í Fellum (Múlaþing 16:183-186 (1988)) þar sem hann segir að haugurinn sé “að líkindum gamalt heystæði, sem ef til vill var hlaðið á ofurlitlum melkolli, er þarna hefur verið” (185).
Þessi kringlótta hæð eða melkollur hefur að líkindum heitið Nollur, í eignarfalli Nollar, sbr. beygingu bæjarnafnsins í Grýtubakkahreppi, t.d. í Nollarvík.(Í örnefnaskrá er þó fjallið ofan við bæ nefnt Nollurfjall.) Nafnið Nollur hefur fengið viðaukann –haugur til nánari skýringar og þá orðið Nollarhaugur. Bærinn í sögunni hefur þá einnig verið nefndur eftir hæðinni, Nollarstaðir. Helgi Hallgrímsson segir réttilega í grein sinni að nollur sé sömu merkingar og hóll “og enn notað þannig í örnefnum á Suðurlandi” (185), en ekki hefur það fengist staðfest.